Fćrsluflokkur: Íslenzkt mál

Íslenzkan mun lifa um aldur og ćvi

Ég er gjörsamlega óammála. Ţessi Úlfar Erlingsson hefur augsýnilega enga tengingu viđ raunveruleikann, en lifir sennilega í cyberspace (ţ.e.a.s. á sér ekkert líf).

Íslenzkan mun lifa til eilífđarnóns á međan hún er töluđ, á međan Íslendingar eru herrar í eigin húsi og ţađ er ekkert útlit fyrir annađ, ţrátt fyrir árangurslausar tilraunir landsöluliđsins (ESB-sinnanna) til illra dáđa. Íbúum á Íslandi og Íslendingum búsettum erlendis fjölgar samtals jafnt og ţétt.

Ţađ er tómt rugl ađ bera saman velsku og íslenzku, enda er Wales ekki bara hluti af ríkjasambandi, heldur hefur ţađ veriđ undir yfirráđum Englendinga í aldarađir og er ţađ enn, ţrátt fyrir takmarkađa heimastjórn. Ţess vegna er enskan ráđandi tungumál í Wales, međan velskan er móđurmál ţeirra sem búa í norđurhluta Wales. Í raun tala ađeins 18% Walesbúa velsku (sbr. Wikipedia), á međan allir Íslendingar tala íslenzku. Á sama hátt og írskan vék sem ađaltungumál Íra, sem nú varđveitist ađallega á prenti og í sönglögum, vegna níđslu Englendinga á landi og ţjóđ.

En ef Ísland hefđi aldrei fengiđ sjálfstćđi frá Dönum og ef enginn hefđi barizt fyrir varđveizlu tungumálsins, ţ.e. ef embćttismenn hefđu ráđiđ för alfariđ, ţá vćri danska tvímćlalaust opinbert tungumál Íslendinga í dag. En eins og stađan er nú, ţá mun íslenzkan aldrei hverfa, sama hversu mikiđ Úlfar Erlingsson og ađrir rugludallar óska sér ţess.

Eitt sinn fyrir mörgum áratugum síđan, löngu fyrir lýđveldistökuna var einn íslenzkur erindreki staddur á ráđstefnu á meginlandinu. Ţá vék sér belgískur embćttismađur ađ honum og spurđi í niđrandi tón: "Hvađa tungumál er talađ á Íslandi? Er ţađ ekki danska?" Ţá segir Íslendingurinn: "Nei, ţađ er töluđ belgíska." Ţannig er hćgt ađ stinga upp í fólk sem gasprar um hluti sem ţađ veit ekkert um og sem kastar grjóti úr glerhúsi, enda er vitađ mál ađ Belgía er ekki alvöru land (sbr. orđrćđu Nigels Farage) og Belgar eiga sér ekki eigiđ tungumál.

Íslenzkan er eina sameiningartákn Íslendinga og á međan ţjóđin er til, ţá verđur íslenzkan til. Og ţótt íslenzkan sé ađaltungumál ađeins 300 ţúsund manna og hefur litla útbreiđslu erlendis, ţá hefur hún ţađ fram yfir sum önnur evrópsk tungumál, ţ.m.t. ensku og dönsku, ađ flókin málfrćđileg bygging málsins hefur varđveitzt og ţađ er mikill kostur, ţótt ţađ sé auđvitađ ókostur fyrir útlendinga sem setjast hér ađ.

-Pétur D.


mbl.is Íslensk tunga á stutt eftir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fćrsluflokkar

Jan. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband